Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Yrsa hreppir Blóðdropann fyrir Bráðina

Mynd: Hið íslenska glæpafélag / Hið íslenska glæpafélag

Yrsa hreppir Blóðdropann fyrir Bráðina

13.03.2021 - 06:55

Höfundar

Bráðin eftir Yrsu Sigurðardóttur hlaut Blóðdropann í ár, verðlaun Hins íslenska glæpafélags. Í fréttatilkynningu frá glæpafélaginu segir að dómnefnd Blóðdropans hafi lesið fjölbreyttar og spennandi glæpasögur í fyrra, og hún hafi verið sammála um að Bráðin stæði upp úr að þessu sinni.
Þetta er í þriðja sinn sem Yrsa hlýtur Blóðdropann. Hún hlaut hann einnig árið 2011 fyrir Ég man þig og árið 2015 fyrir DNA. Í umsögn dómnefndar segir að Bráðin gefi fyrri tveimur verðlaunabókum Yrsu ekkert eftir. Helsti kostur sögunnar er flókin sögufléttan sem rígheldur lesandanum, segir í tilkynningunni. „Yrsa missir aldrei niður boltann og allir þræðir sameinast að lokum - og koma lesendum talsvert á óvart. Fjölbreytt persónugallerí er annað einkenni bókarinnar en persónurnar koma úr öllum áttum og eru eins ólíkar og þær eru margar.“

Glaður og glettinn blóðdropahafi 2021 - Yrsa Sigurðardóttir. Umsögn Dómnefndar: Blóðdropann 2021 hlýtur Yrsa...

Posted by Hið íslenska glæpafélag on Föstudagur, 12. mars 2021

Í spilaranum hér fyrir ofan má hlýða á Ævar Örn Jósepsson, Kristján Atla Ragnarsson formann dómnefndar og Yrsu sjálfa ávarpa áhorfendur og hlustendur á afhendingu verðlaunanna.

Tengdar fréttir

Bókmenntir

Yrsa meðal bestu glæpasagnahöfunda heims að mati Times

Bókmenntir

Glæpasaga Yrsu hlaut Blóðdropann