Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Vill koma til móts við þá sem sýnt hafa óánægju

12.03.2021 - 16:49
Innlent · Kjaramál · VR
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Vilhjálmur Þór Guðmun - RÚV
Ragnar Þór Ingólfsson sem endurkjörinn var formaður í allsherjarkosningu sem lauk í dag segir að fara verði yfir niðurstöðu kosninganna og koma til móts við þá sem hafi sýnt einhverja óánægju.

Sitjandi formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, hlaut tæpa tvo þriðju hluta atkvæða í formannskosningu og mótframbjóðandi hans Helga Guðrún Jónassdóttir rúman þriðjung atkvæða. Þórdís Arnljótsdóttir: 

Kjörsókn var dræm eða tæp 29%. Rúmlega 10.300 af tæplega 36 þúsund félögum kusu. Kosningaþátttakan er þó betri en í síðustu formannskosningum 2017 þegar 17% greiddu atkvæði. Ragnar Þór var endurkjörinn formaður til tveggja ára og hlaut rúm 6500 atkvæði en Helga Guðrún rúm 3500. Ellefu voru í framboði til stjórnar í sjö sæti. Tveir koma nýir inn í stjórn. Ragnar Þór segist himinlifandi með niðurstöðuna: 

„Við erum að vinna í fullt af málum. Það er mikið starf innan félagsins. En síðan náttúrulega að bara að taka þessa niðurstöðu og fara vel yfir hana. Og ég tala nú ekki um að sjá hvar við getum gert betur til þess að koma til móts við þá sem að hafa kannski verið að sýna einhverja óánægju.“

Sjá má niðurstöðu kosninganna hér.