Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Ragnar Þór endurkjörinn formaður VR

12.03.2021 - 14:27
Atvinnulíf · Innlent · Kjaramál · VR
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Ragnar Þór Ingólfsson var endurkjörinn formaður VR til næstu tveggja ára. Atkvæðagreiðslan hófst á mánudag og lauk á hádegi og voru niðurstöðurnar gerðar kunnar síðdegis.

Ragnar Þór hlaut rúmlega 63 prósent atkvæða en Helga Guðrún Jónasdóttir fékk rúm 34 prósent. Alls greiddu rúmlega tíu þúsund og þrjú hundruð félagsmenn atkvæði í formannskjörinu.  

Sjö voru kjörin í stjórn VR til tveggja ára: Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir, Jón Steinar Brynjarsson, Helga Ingólfsdóttir, Sigurður Sigfússon, Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir, Þórir Hilmarsson og Harpa Sævarsdóttir. Kjörnir varamenn eru Jónas Yngvi Ásgrímsson, Sigríður (Sirrý) Hallgrímsdóttir og Arnþór Sigurðsson. 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV