Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Ólýsanleg tilfinning að komast í úrslit

Mynd: UngRÚV / UngRÚV

Ólýsanleg tilfinning að komast í úrslit

12.03.2021 - 11:44

Höfundar

Ingunnarskóli er kominn áfram í úrslit Skrekks með atriðið „Af hverju má ég ekki bara vera ég?". Með atriðinu vilja þátttakendur vekja athygli á þeirri miklu pressu sem fylgir því að vera unglingur. Hugmyndin kom snemma upp í æfingaferlinu og lá beinast við að fara þessa leið þar sem þau tengja svo vel við efnið.

„Ferlið gekk ógeðslega vel einhvern veginn, að koma með hugmyndirnar og setja þetta allt saman í handrit,“ segir Iðunn, þátttakandi úr Ingunnarskóla. Óhætt er að segja að hópurinn sé vel samstilltur fyrir mánudaginn.

Gleðin leyndi sér ekki þegar tilkynnt var að Ingunnarskóli kæmist áfram í úrslitin. „Við stóðum öll upp og vorum bara grátandi, og að knúsast, þetta var ólýsanleg tilfinning,“ segir Sóley, þátttakandi úr Ingunnarskóla í Skrekk.

 

Hægt er að sjá atriði Ingunnarskóla „Af hverju má ég ekki bara vera ég?“ á UngRÚV.is - sem og önnur atriði sem tóku þátt í undanúrslitunum. 

Úrslitin verða í beinni útsendingu á RÚV mánudaginn 15. mars kl. 20.