„Ferlið gekk ógeðslega vel einhvern veginn, að koma með hugmyndirnar og setja þetta allt saman í handrit,“ segir Iðunn, þátttakandi úr Ingunnarskóla. Óhætt er að segja að hópurinn sé vel samstilltur fyrir mánudaginn.
Gleðin leyndi sér ekki þegar tilkynnt var að Ingunnarskóli kæmist áfram í úrslitin. „Við stóðum öll upp og vorum bara grátandi, og að knúsast, þetta var ólýsanleg tilfinning,“ segir Sóley, þátttakandi úr Ingunnarskóla í Skrekk.
Hægt er að sjá atriði Ingunnarskóla „Af hverju má ég ekki bara vera ég?“ á UngRÚV.is - sem og önnur atriði sem tóku þátt í undanúrslitunum.
Úrslitin verða í beinni útsendingu á RÚV mánudaginn 15. mars kl. 20.