Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Jörðin kveikjan að atriðið Seljaskóla

Mynd: UngRÚV / UngRÚV

Jörðin kveikjan að atriðið Seljaskóla

12.03.2021 - 13:08

Höfundar

Seljaskóli komst áfram í úrslit Skrekks með atriðið „Sköpun jarðar“. „Okkur fannst rosalega merkilegt hvernig allt gerðist, hvernig jörðin varð til og mannkynið. Við erum bara að sýna frá grunni hvernig þetta allt saman byrjaði og hvernig þetta er núna,“ segir Karen Emma, ein þátttakenda Seljaskóla í Skrekk.

Skrekkshópur Seljaskóla er sammála um að tilfinningin að komast áfram sé svakaleg og segja ungmennin að það sé mikil spenna fyrir mánudeginum. Hópurinn ætlar að nýta tímann vel til æfinga og ætlar að gera sitt allra besta þegar stigið verður á svið í Borgarleikhúsinu. 

Það hefði mikla þýðingu fyrir hópinn að vinna Skrekk ekki síst vegna þess hve ferlið hefur verið langt, og setti Covid -19 heimsfaraldurinn stórt strik í reikninginn. Er nokkuð víst að aðrir Skrekkshópar séu sammála því. 

 

Hægt er að sjá atriði Seljaskóla „Sköpun jarðar“ á UngRÚV.is - og önnur atriði sem tóku þátt í undanúrslitunum. 

Úrslitin verða á morgun mánudaginn 15. mars í beinni útsendingu á RÚV  kl. 20.