Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Fönix kominn að Baldri

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson er komið með Breiðafjarðarferjuna Baldur í tog. Baldur vélarvana úti á Breiðafirði. Tekið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
 Mynd: Landhelgisgæslan - Aðsent
Breiðafjarðarferjan Baldur er enn aflvana á Breiðafirði. Rannsóknaskipið Árni Friðriksson er með skipið í togi og varðskipið Þór kom á vettvang í gær. Dráttarbáturinn Fönix er kominn að Baldri. Hann dregur ferjuna til hafnar þegar veður leyfir.

Vél ferjunnar bilaði upp úr hádegi í gær. Samkvæmt tilkynningu frá Sæferðum sem gera hana út eru 20 farþegar um borð auk átta manna áhafnar. Rannsóknaskipið Árni Friðriksson var við Grundarfjörð og fór þegar til aðstoðar. Varðskipið Þór var þegar sent af stað sem og þyrla Landhelgisgæslunnar.

Baldur var í aukaferð í gær þegar vél skipsins bilaði. Boðið hefur verið upp á slíkar aukaferðir undanfarið til að tryggja samgöngur á sjó meðan samgöngur landleiðina geta verið upp og ofan.

Uppfært 7:26. Dráttarbáturinn er kominn að Baldri.