Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Brynhildur Guðjóns - Aerosmith og Iron Maiden

Mynd með færslu
 Mynd: Rás 2

Brynhildur Guðjóns - Aerosmith og Iron Maiden

12.03.2021 - 17:40

Höfundar

Gestur þáttarins að þessu sinni er Brynhildur Guðjónsdóttir Borgarlekhússtjóri. Hún mætir með uppáhalds ROKKplötuna kl. 21.00.

Vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123. 

Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er Killers, önnur plata rokkrisanna í Iron Maiden. Platan varð 40 ára núna fyrir skemmstu en hún kom út 2. febrúar árið 1981 í Bretlandi og Evrópu, en 6. Júní 1981 í Bandaríkjunum. 

Killers er fyrsta platan sem gítarleikarinn Adrian Smith spilar á. Hann er enn í hljómsveitinni. Og Killers er síðasta plata Iron Maiden þar sem söngvarinn Paul Di´anno syngur. Hann var rekinn fyrir óreglu, drykkju og kókaínneyslu á sínum tíma. Kraftmikill og flottur söngvari sem sannarlega setti svip sinn á tónlist Iron Maiden framanaf, en hefur farið fremur illa með líf sitt. 
Killers er fyrsta platan sem upptökustjórinn Martin Birch gerði með Iron Maiden, en hann vann svo með sveitinni að næstu 8 plötum, sú síðasta var Fear of the Dark 1992. 

Steve Harris forsprakki Iron Maiden, bassaleikarinn og West Ham áhangandinn á afmæli í dag, er fæddur 12. Mars 1956 og er þess vegna 65 ára í dag. Hann er skráður höfundur allra laganna á Killers. Harris og gítarleikarinn Dave Murray eru þeir einu í hljómsveitinni sem hafa verið með á öllum plötunum sem eru orðnar 16 talsins. Sú nýjasta er The Book of Souls sem kom út 2015. 

Iron Maiden hefur tvisvar spilað á Íslandi, kom fyrst í Fear of the Dark túrnum 1992 og spilaði þá fyrir hálfri Laugardalshöll en kom svo aftur í júní 2005 og spilaði þá fyrir fullri Egilshöll. Þá voru eingöngu á efnisskránni lög af fyrstu fjórum plötunum;  

·  Iron Maiden (1980)  
·  Killers (1981)  
·  The Number of the Beast (1982)
·  Piece of Mind (1983) 

Soma - Fólk eins og fjöll
Power palladin - Kraven the hunter
Greta Van Fleet - Heat above
Iron Maiden - Killers (plata þáttarins)
Hot Tuna - Watch the nort wind rise
VINUR ÞÁTTARINS
Hot Tuna - Santa Clause retreat
SÍMATÍMI
Bruce Springsteen - See you in my dreams
The War on Drugs - pain
Iron Maiden - Wrathchild (plata þáttarins)
Fleetwood Mac - Shake your money maker (óskalag)
Skytturnar - Ég geri það sem ég vil (óskalag)
Black Sabbath - Wheels of confusion
Body Count - Hey Joe (óskalag)
Skálmöld - Kvaðning
BSÍ - Dónakallalagið
GESTUR FUZZ - BRYNHILDUR GUÐJÓNSDÓTTIR
Das Kapital - Blindsker
BRYNHILDUR II
Aerosmith - Kiss your past goodbye
BRYNHILDUR III
Aerosmith - Ain´t that a bicth
Pantera - Cowboys from hell (óskalag)
King Gizzard & THe Lizard wizard - Pleura
Dinosaur Jr. - Let it ride
Iron Maiden - Murders in the rue morgue (plata þáttarins)

Tengdar fréttir

Popptónlist

Ari Eldjárn - Kiss og Metallica

Popptónlist

Villi Naglbítur - Das Kapital og U2

Popptónlist

Dóra Einars - Janis og Sabbath

Popptónlist

Smári Tarfur - AC/DC og KISS