Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Á að verða klukkustund milli Gautaborgar og Óslóar

12.03.2021 - 15:32
Mynd með færslu
Ferðir háhraðlesta milli Gautaborgar og Óslóar eiga að hefjast árið 2028. Mynd: CC0 - Pixabay
Sveitarfélög í Noregi og Svíþjóð áforma að koma á háhraðlestartengingu milli Óslóar og Gautaborgar á næstu árum. Dagens Nyheter greinir frá þessu í dag. Samkvæmt frétt blaðsins á lestin að aka á fjögur hundruð kílómetra hraða og vera klukkustund á leiðinni.

Áætlað er að verkið kosti hundrað milljarða sænskra króna, jafnvirði fimmtán hundruð milljarða íslenskra króna. Stefnt er að fyrstu ferðinni árið 2028.

Þessi áform hafa farið leynt til þessa. Anders Brunberg, frá Uddevalla í Svíþjóð, hefur yfirumsjón með verkefninu. Í viðtali við fréttastofu sænska ríkisútvarpsins í dag segir hann að háhraðlestir af þessu tagi séu á ferð víða um Evrópu og heiminn allan, nema Svíþjóð og Noreg. Einn daginn hljóti einnig að koma að þeim.

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV