Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Helmingur skilað skattframtölum

11.03.2021 - 17:00
Mynd: RÚV / RÚV
Skilafrestur á skattframtölum einstaklinga rennur út á miðnætti annað kvöld, föstudaginn 12. mars. Um það bil helmingur framteljenda höfðu skilað sínum framtölum í morgun, en álagið á starfsfólk skattsins um land allt hefur aukist jafnt og þétt síðustu daga og nær eflaust hámarki á lokadegi á morgun.

Almenningur þarf að huga að einu og öðru áður en skilað er

Vegna Covid-reglna er leiðbeiningarþjónusta Ríkisskattstjóra eingöngu símleiðis eða í gegnum tölvupóst. Framtalsskilin eru rafræn og allar helstu upplýsingar eru forskráðar, en samt þarf almenningur að huga að einu og öðru áður en framtalinu er skilað. Ýmislegt er ekki forskráð eins og t.a.m. eignir í erlendum sjóðum eða bönkum. Þá þarf fólk sjálft að færa inn frádráttarliði eða kostnað á móti styrkjum t.a.m. frá stéttarfélögum.

Spegillinn ræddi í dag við Helga Guðnason deildarstjóra í álagningu einstaklinga hjá Ríkisskattstjóra. Hann segir að góð reynsla sé komin á rafrænu skilin hjá skattinum. 

Hlusta má á viðtalið við Helga í spilaranum að ofan 

 

kristjas's picture
Kristján Sigurjónsson
Fréttastofa RÚV