Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Grafalvarlegt stjórnmálagrín

Mynd: UngRÚV / UngRÚV

Grafalvarlegt stjórnmálagrín

11.03.2021 - 13:05

Höfundar

Austurbæjarskóli er annar af tveimur skólum sem komust áfram í úrslit Skrekks á svokölluðu „wildcard“. Skrekkshópnum finnst hugmyndin að atriðinu spennandi vegna þess hve margir skólafélagar þeirra eru af erlendum uppruna.

Það er mikið grín í atriði Austurbæjarskóla þrátt fyrir að þau séu að vekja athygli á alvarlegu máli sem stendur þeim nærri. „Okkur langar að tala um hvað það er í rauninni fáránlegt að senda fólk úr landi,“ segir Jörundur, þátttakandi. Í Austurbæjarskóla eru mörg börn og unglingar af erlendum uppruna og Skrekkshópurinn styður þau og vekur athygli á málefnum þeirra og þeirra sem nú þegar hafa verið send úr landi. 

Þau eru spennt að komast á stóra svið Borgarleikhússins. Að þeirra mati er Skrekkur mikilvægur fyrir unglinga, þar sem þau geta tjáð sig í gegnum atriðið. 

Hægt er að sjá atriði Austurbæjarskóla „Kæri forsætisráðherra“ á UngRÚV.is og önnur atriði sem tóku þátt í undanúrslitunum. 

Úrslitin verða í beinni útsendingu á RÚV mánudaginn 15. mars kl. 20.