Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Metár hjá Lego í faraldrinum

10.03.2021 - 10:54
Erlent · Danmörk · Evrópa · legó · Leikföng · viðskipti
epa03436621 People enjoy construction toys by Lego during the first day of Lego World, in Zwolle, the Netherlands, 17 October 2012. Lego World, 12th edition runs from 17 to 23 October.  EPA/FERDY DAMMAN
Lego World í Zwolle í Hollandi. Mynd: EPA
Kórónuveirufaraldurinn hefur haft slæm áhrif á afkomu fjölmargra fyrirtækja um allan heim. Aðra sögu er þó að segja af danska fyrirtækinu Lego. Árið í fyrra var það besta í sögunni hjá kubbaframleiðandanum, enda var fólk mun meira heima þá en áður.

Salan í fyrra jókst um 13 prósent og nam 43,7 milljörðum danskra króna, sem jafngildir tæpum 900 milljörðum íslenskra króna. Hagnaðurinn í fyrra var 9,9 milljarðar danskra króna og jókst um 19 prósent frá fyrra ári, samkvæmt ársreikningi sem gefinn var út í dag. Sagt er frá þessu á vef Danska ríkisútvarpsins, DR.