
62 í framboði í prófkjörum Pírata
Ef prófkjör framlengist býðst öllum flokksbundnum Pírötum að greiða atkvæði í prófkjörinu til mánudagsins 22. mars. Nú þegar hefur lágmarksfjölda verið náð í öllum prófkjörum nema í Norðaustur- og Norðvesturkjördæmum.
62 eru í framboði í fimm prófkjörum. Eitt sameiginlegt prófkjör er haldið fyrir bæði Reykjavíkurkjördæmin og þar eru langflestir í framboði, 31 eða helmingur þeirra sem gefa kost á sér í prófkjörunum.
Kosið er inni á vef Pírata og atkvæðisrétt hafa þau sem verið hafa félagsmenn í 30 daga eða lengur. 3.300 eru á kjörskrá. Laust fyrir klukkan hálf tólf í dag hafði 441 kosið í prófkjörunum fimm, þar af 247 í Reykjavík.
Útlit er fyrir allnokkra endurnýjum á þingflokki Pírata. Þrír þingmenn gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Það eru þeir Helgi Hrafn Gunnarson, Jón Þór Ólafsson og Smári McCarthy.