Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Órói við Fagradalsfjall í morgun

Mynd með færslu
 Mynd: Vilhjálmur Þór Guðmundsson - RÚV
Óróahviða hófst við Fagradalsfjall rétt fyrir hálfsex í morgun og lauk um sjöleytið. Hviðan er merki um að kvikugangurinn sé að stækka.

Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir ekki ljóst hvort kvikan hafi færst lóðrétt eða lárétt í kviðunni: 

„Við teljum fremur að þetta hafi verið virkni sem var neðanjarðar. Við fylgdumst með vefmyndavélum á svæðinu í alla nótt og sáum ekkert á þeim. Þannig að við teljum ennþá að virknin sé neðanjarðar. Og gangurinn er minnst á kílómetradýpi? Já, það var talið í gær á vísindaráðsfundi að gangurinn væri á eins og hálfs til eins kílómeters dýpi. Og það er erfitt að segja hvort að kvikan var núna að ferðast lárétt eða lóðrétt í plani,“ segir Einar Hjörleifsson.

Um 930 jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti. Aðeins einn þeirra var þrír að stærð.