Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Ráðherra afhentar undirskriftir vegna leghálsskimana

Mynd: Vilhjálmur Þór Guðmundsson / RÚV
Hópur kvenna afhenti heilbrigðisráðherra síðdegis undirskriftir þar sem þess er krafist að greining sýna úr skimun fyrir leghálskrabbameini verði gerð á Íslandi og að öryggi og heilsa kvenna verði tryggð með ábyrgum hætti. Undirskriftirnar voru tæplega 5.500, segir Erna Bjarnadóttir, sem er í forsvari fyrir hópinn.

Fram hefur komið í fréttum að biðtími eftir greiningu sýna hefur dregist eftir að hún færðist frá Krabbameinsfélaginu og til Danmerkur. 

Hátt í þrettán þúsund manns eru í Facebook-hópnum „Aðför að heilsu kvenna“. Aðstandendur hópsins segja að þar komi fram vantraust kvenna á því fyrirkomulagi að senda sýni til greiningar í Danmörku. Gera þurfi nauðsynlegar breytingar til að ávinna starfseminni traust.