Greint er frá því á vef fotbolta.net að Cecilía muni væntanlega skrifa undir samning við Everton á England síðar í vikunni og verði svo lánuð þaðan til Örebrö í Svíþjóð til eins árs.
Cecilía Rán er aðeins 17 ára en hefur verið aðalmarkvörður Fylkis í Pepsi-Max deildinni síðustu tvær leiktíðir. Þá á hún að baki 1 A-landsleik fyrir Ísland og hefur verið hluti af íslenska landsliðinu í undanförnum verkefnum.
Heimildir fotbolta.net herma jafnframt að Cecilía sé þegar búin að kveðja liðsfélaga sína í Fylki og því aðeins formsatriði að vistaskipti hennar verða kynnt.