Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Heimsókn páfa til Íraks lokið

08.03.2021 - 08:52
Erlent · Asía · Írak · Páfagarður · Evrópa
epa09059924 Pope Francis holds mass at the Erbil Stadium, Erbil, Kurdistan Region of Iraq, 07 March 2021. Pope Francis began on 05 March a three-day official visit in Iraq, the first papal visit to this country affected throughout the years by war, insecurity and lately COVID-19 Coronavirus pandemic.  EPA-EFE/Gailan Haji
Páfi við messu í Arbil, höfuðpstað Kúrdahéraða Íraks, í gær. Mynd: EPA-EFE - EPA
Frans páfi hélt í morgun heim eftir vel heppnaða ferð til Íraks. Þetta er fyrsta ferð páfa til landsins. Hann kom víða við og ferðaðist um og ferðaðist meira en fjórtán hundruð kílómetra á meðan hann dvaldi í landinu.

Hann ávarpaði söfnuði kristinna manna sem sætt hafa ofsóknum á undanförnum áratugum og ræddi stöðu þeirra við Ali Sistani erkiklerk, trúarleiðtoga síta í Írak. Sistani sagði eftir fundinn að það væri réttur kristinna manna að búa í friði í Írak.

Í ræðu sem páfi flutti í gær kvaðst hann hafa hlýtt á raddir sorgar og missis, en einnig raddir vonar og huggunar. Írak yrði framvegis ávallt í huga sínum og hjarta.