Sjónvarpsþættirnir Exit, sem norska ríkisútvarpið hóf sýningar á haustið 2019, vöktu mikla athygli og hneykslan. Í nýrri þáttaröð, sem verður aðgengileg í heild sinni í spilara RÚV á mánudag 8. mars, er enn gengið langt í ágengum lýsingum á gjálífi norskrar fjármálaelítu en sjónarhornið hefur færst til.
Áhorfendur fá betri mynd af því hvernig útrásarvíkingarnir fjórir sem kynntir voru til sögunnar í fyrri þáttaröðinni auðgast, með innherjaviðskiptum og frændhygli. Um leið færist aukin áhersla á eiginkonur og kærustur mannanna, sem eru algerlega upp á þá komnar.