Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Franski auðkýfingurinn Dassault fórst í þyrluslysi

07.03.2021 - 23:22
epa09059981 (FILE) - French politician and businessman Olivier Dassault arrives on the red carpet prior to the opening ceremony and the screening of 'Infiltrator' during the 42nd Deauville American Film Festival, in Deauville, France, 02 September 2016 (reissued 07 March 2021). According to reports citing parliamentary and probe sources, French billionaire politician Olivier Dassault has been killed in a helicopter crash.  EPA-EFE/ETIENNE LAURENT
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Franski auðkýfingurinn og þingmaðurinn Olivier Dassault lést í þyrluslysi í Normandí í Norðvestur-Frakklandi síðdegis í dag. Flugmaður þyrlunnar fórst einnig þegar hún hrapaði nærri strandbænum Deauville um klukkan átján að staðartíma. Fleiri voru ekki um borð.

Dassault, sem var 69 ára gamall, var elsti sonur iðnjöfursins Serge Dassault, stofnanda Dassault - flugvélaverksmiðjanna, sem síðar þróuðust út í Dassault-samsteypuna. Sú samsteypa á fjölda fyrirtækja, þar á meðal dagblaðið Le Figaro.

Olivier Dassault var stjórnarformaður samsteypunnar þegar hann var kjörinn á þing fyrir hægriflokk Repúblikana árið 2002. Sagði hann þá af sér öllum stjórnunarstörfum í samsteypunni og helgaði sig þingmennskunni eftir það. Dassault var einn ríkasti maður heims og vermdi 361. sætið á lista viðskiptatímaritsins Forbes yfir efnuðustu auðkýfinga veraldar.

 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV