Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Bikar­meistari með Barcelona fjórða árið í röð

epa08999701 FC Barcelona's Aron Palmarsson (back) in action during the EHF Champions League handball match between FC Barcelona and Telekom Veszprem in Barcelona, Spain, 09 February 2021.  EPA-EFE/Enric Fontcuberta
 Mynd: EPA

Bikar­meistari með Barcelona fjórða árið í röð

07.03.2021 - 20:28
Landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson fagnaði sínum fjórða bikarmeistaratitli með Barcelona í dag er Börsungar unnu öruggan sigur á Abanca Ademar, 35-27.

Aron hafði hægt um sig í dag en hann skoraði eitt mark en sigurinn var nokkuð auðveldur fyrir Barcelona sem var sjö mörkum yfir í hálfleik, 20-13. 

Eins og síðustu ár er Barcelona með höfuð og herðar yfir önnuð lið í spænsku deildinni en Börsungar eru ósigraðir á toppi deildarinnar. Liðið er reyndar líka ósigrað í Meistaradeild Evrópu eftir 14 leiki.