Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Léttir til um sunnanvert landið í kvöld

06.03.2021 - 07:53
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson
Veðurstofan spáir suðlægri átt 3-10 m/s en hvassara veðri við norðausturströndina. Dálítilli vætu með köflum en smá slyddu og snjókomu norðaustantil fram eftir degi, en í kvöld léttir til um sunnanvert landið. Hiti verður á bilinu 0-6 stig.

„Veðrinu í dag og á morgun er að stærstum hluta stjórnað af hæð yfir Bretlandseyjum og annarri yfir Grænlandi. Þessum hæðum fylgja yfirleitt hægir vindar og bjart veður en þó eru litlar lægðarbólur á sveimi í kringum landið sem munu orsaka það að staðbundið getur vindur orðið sterkari eða einhver úrkoma fallið,“ segir í hugleiðingum Veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

Á morgun er spáð breytilegri átt 3-8 m/s og björtu en minniháttar vætu norðvestantil framundir hádegi. Þá má búast við vaxandi suðaustanátt og að það þykkni upp suðvestanlands annað kvöld. Hiti víða á bilinu 2-7 stig en í kringum frostmark norðaustanlands.