Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Táknmálstúlkaðar sjónvarpsfréttir 5. mars 2021

05.03.2021 - 18:37
Mynd: RÚV / RÚV
Þau leiðu mistök urðu að táknmálstúlkaðar sjónvarpsfréttir fóru ekki í loftið á vefnum RÚV.is í beinni útsendingu eins og til stóð. Beðist er velvirðingar á þeim leiðu mistökum. Í spilaranum hér að ofan er upptaka af kvöldfréttum með táknmálstúlkun.

Helstu atriði fréttanna:

Ellefu skjálftir yfir þremur hafa mælst frá miðnætti á Reykjanesskaga. Drög að rýmingaráætlun fyrir sveitarfélagið Voga voru birt í dag. 

Kröfu mennta- og menningarmálaráðherra um ógildingu úrskurðar um að hún hefði brotið jafnréttislög var vísað frá í héraðsdómi í dag. Ráðherra ætlar að áfrýja til Landsréttar. 

Skjálfti upp á 8,1 að stærð varð úti fyrir ströndum Nýja-Sjálands í morgun. Sá stærsti í manna minnum þar um slóðir. 

Ítalir hafa, fyrstir þjóða í Evrópusambandinu, beitt lögum um að banna útflutning á bóluefni við COVID-19. Flytja átti bóluefni AstraZeneca til Ástralíu. Forsætisráðherrann þar kveðst skilja ákvörðun Ítala. 

Nýtt skip til að leysa varðskipið Tý af hólmi verður keypt í sumar. Dómsmálaráðherra hyggst verja allt að hálfum öðrum milljarði til kaupanna og vill að nýtt skip beri kvenmannsnafn. 

 

bjarnir's picture
Bjarni Rúnarsson
Fréttastofa RÚV