Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Synjum lögbannskröfu staðfest í héraðsdómi

05.03.2021 - 12:07
Héraðsdómur Reykjaness
 Mynd: Þórgunnur Oddsdóttir
Héraðsdómur Reykjaness staðfesti í morgun ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu að synja lögbannskröfu flugfélagsins Bláfugls á verkfallsaðgerðir flugmanna.

Bláfugl sagði upp 11 flugmönnum, sem jafnframt eru félagar í Félagi íslenskra atvinnuflugmanna. Þeir telja uppsagnirnar ólöglegar í ljósi þess að kjaraviðræður standi yfir. Viðbrögð flugmannanna voru að boða verkfall frá 1. febrúar. Í stað þeirra hafa verið ráðnir flugmenn frá erlendri áhafnaleigu. Í byrjun febrúar var efnt til verkfallsvörslu við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Bláfugl taldi að þær aðgerðir væru ólöglegar og gerði kröfu um að lögbann yrði sett á þær. Bláfugli var gert að greiða 620 þúsund krónur í málskostnað.

Félag íslenskra flugmanna telur uppsagnir flugmannanna 11 ólögmætar og hefur höfðað mál fyrir félagsdómi. Ekki sé heimilt að segja upp flugmönnum sem starfa eftir kjarasamningi og ráða í þeirra stað flugmenn frá erlendri starfsmannaleigu á meira en helmingi lægri launum. Félagi telur að um gerviverktaka sé að ræða og að starfsmannaleigan sé ekki skráð hér á landi eins og lög gera ráð fyrir.