Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra hefur ákveðið að styðja uppbyggingu á Stuðlagili á Efra-Jökuldal um 15 milljónir króna. Landeigendur á svæðinu hafa fengið sjálfseignarstofnunina Austurbrú til liðs við sig til að vinna að uppbyggingu Stuðlagils.