Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Stjarnan lagði Val í sveiflukenndum leik

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú

Stjarnan lagði Val í sveiflukenndum leik

05.03.2021 - 22:20
Stjarnan vann Val í Dominosdeild karla í körfubolta í Garðabæ í kvöld með ellefu stiga mun, 90-79. Valsmenn völtuðu yfir Stjörnumenn í öðrum leikhluta en Garðbæingar mættu mun sterkari til leiks í seinni hálfleik og unnu að lokum.

Eftir fyrri hálfleik voru gestirnir af Hlíðarenda með ellefu stiga forskot en í öðrum leikhluta skoruðu Valsmenn 22 stig gegn 8 stigum heimamanna. 

Viðsnúningur varð í seinni hálfleik og Stjarnan vann að lokum nokkuð þægilegan sigur, 90-79. Ægir Þór Steinarsson átti frábæran leik í liði Stjörnunnar og var með 21 stig og 15 stoðsendingar. Hjá Val dró Miguel Cardoso vagninn með 25 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar en Portúgalinn var efstur Valsmanna í þessum þremur tölfræðiþáttum í kvöld. 

Styrmir með stórleik í Ólafssal

Valsmenn eru í 9. sæti með jafnmörg stig og Höttur eða tíu talsins. Valur og Höttur eru bæði tveimur stigum frá úrslitakeppnissæti og fallsæti. 

Stjarnan fór upp að hlið Þórs Þorlákshafnar í 2. sæti deildarinnar. Þórsarar lögðu Hauka fyrr í kvöld með 16 stiga mun, 116-100, í Ólafssal í Hafnarfirði. Larry Thomas skoraði 36 stig fyrir Þór og þá var hinn 19 ára Styrmir Snær Þrastarson magnaður í liði Þórs. 

Styrmir skoraði 32 stig og var með 85% skotnýtingu og Haukar réðu afar illa við landsliðsmanninn unga. Haukar eru á botni deildarinnar með fjögur stig.