Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Silja Hauks er uppáhaldsleikstjóri Sesselju Hlínar

Mynd: RÚV / RÚV

Silja Hauks er uppáhaldsleikstjóri Sesselju Hlínar

05.03.2021 - 20:00

Höfundar

Sesselja Hlín Jónasardóttir, viðburðastjóri á Seyðisfirði, er meðmælandi vikunnar i Menningunni. Hún deilir þremur listaverkum sem hafa stytt henni stundir undanfarnar vikur. 

Fyrst mælir Sesselja með hátíð úr héraði. „Mig langar að mæla með uppáhaldslistahátíðinni minni sem heitir List í ljósi og er haldin hérna á Seyðisfirði ár hvert í febrúar. Dagskrá Listar í ljósi stendur yfirleitt í viku og þá eru haldnar sýningar, fyrirlestrar og pallborðsumræður. Þá er kvikmyndahátíðin Flat earth festival haldin undir hatti Listar í ljósi. Einn af hápunktum hátíðarinnar er ganga um bæ­inn sem byrjar þegar myrkrið skellur á og Rarik slekkur öll götuljós og verkin lýsa upp bæinn með mögnuðum hætti.“

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Dunce er glænýtt íslenskt tímarit.

Glænýtt rit

Næst mælir Sesselja með tímaritalestri. „Síðan langar mig að mæla með tímaritinu Dunce sem er íslenskt tímarit, glænýtt. Fyrsta tölublaðið samanstendur af sjö greinum á íslensku og átta greinum á ensku auk stefnuyfirlýsingar frá listamönnum. Tímaritið er prentað í svokölluðu risaprenti og ég er nokkuð viss um að pappírinn sé endurunninn. Þetta er ofboðslega fallegt tímarit og ég mæli með að allir tékki á því.“ Dunce fæst í Eymundsson, safnbúðum, Prent og vinum Laugalæk og www.duncemagazine.com.

Mynd með færslu
 Mynd: Hörður Sveinsson - Þjóðleikhúsið
Kópavogskrónika fjallar um óvenjulega opinskátt samband móður og dóttur.

Hömlulaust líferni

Síðast en ekki síst mælir Sesselja með leikhúsferð. „Að lokum langar mig til að mæla með leiksýningunni Kópavogskrónikan eftir Kamillu Einarsdóttur og er leikstýrt af Silju Hauksdóttur sem er uppáhaldsleikstjórinn minn. Verkið fjallar um óvenjulega opinskátt samband móður og dóttur þar sem móðir segir dóttur sinni frá samskiptum við karlmenn og hömlulausu líferni. Mjög skemmtileg sýning og ég mæli með að allir tékki á henni. “

Tengdar fréttir

Menningarefni

Mugison mælir með

Tónlist

Jóel Pálsson mælir með

Myndlist

Auður Jónsdóttir mælir með

Leiklist

Tyrfingur mælir með að stofna leikfélag í faraldrinum