Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Páfi hélt af stað í morgun til Íraks

05.03.2021 - 09:50
Erlent · Asía · COVID-19 · Írak · Kórónuveiran · Páfagarður · Evrópa
epa09053226 A handout picture provided by the Vatican Media shows Pope Francis boarding an airplane at the Leonardo da Vinci airport in Fiumicino, Italy, 05 March 2021. Pope Francis starts on 05 March a three-day official visit to Iraq. It is the first papal visit to this country affected throughout the years by war, insecurity and lately COVID-19 Coronavirus pandemic. In a bid to encourage inter-faith dialogue and peaceful coexistence, and to show support to the christians of Iraq, the Pope is due to hold inter religious prayers at the Ur of the Chaldees ancient site, mass at important churches that were affected by conflict in Baghdad, Erbil and Qaraqosh near Mosul, and is also to meet with Iraqi top Shiite cleric Grand Ayatollah Ali al-Sistani in Najaf.  EPA-EFE/VATICAN MEDIA HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
Frans páfi við brottförina í morgun. Mynd: EPA-EFE - VATICAN MEDIA
Frans páfi lagði í morgun af stað í þriggja daga heimsókn til Íraks sem er söguleg í ýmsum skilningi. Þetta er í fyrsta skipti sem páfi heimsækir Írak og er jafnframt fyrsta utanlandsför páfa síðan kórónuveirufaraldurinn hófst. 

Hafin er önnur bylgja kórónuveirufaraldursins í Írak og hafa að undanförnu um fimm þúsund daglega greinst með smit þar í landi. Páfi lætur það ekki hindra sig, en hann hefur verið bólusettur við kórónuveirunni. 

Frans páfi mun koma víða við í þriggja daga dvöl sinni í Írak, ferðast landshorna á milli með flugvélum og þyrlum til að hitta fólk úr kristnum söfnuðum landsins. Hann ætlar einnig að ræða við æðsta leiðtoga síta í Írak, Ali Sistani erkiklerk.

 

 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV