Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Hreinir rafbílar 23,2% nýskráðra það sem af er ári

Mynd með færslu
 Mynd:
Nýskráningar bifreiða á Íslandi fyrstu tvo mánuði ársins eru 1.133 en á sama fyrir ári voru skráðir 1.403 nýir bílar. Í janúar voru skráðir 579 nýir bílar og 554 í febrúar. Samdráttur í nýskráningum milli ára er því um 19,2%. 

Þetta kemur fram á vef FÍB og að tengiltvinnbílar hafi verið 28,9% nýskráðra, rafmagnsbílar voru 23,2%, hybrid-bílar 17,5%, dísilknúnir 16% og bensínbílar 14,5%

Bílasala jókst hins vegar um 5,5% í Noregi og þar voru rafmagnsbílar 47,5% allra nýrra bíla og hlutdeild tengiltvinnbíla 31,6%.