Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Framlengja gæsluvarðhald vegna morðsins í Rauðagerði

05.03.2021 - 12:39
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krafðist í morgun tveggja vikna framlengingar á gæsluvarðhaldi yfir erlendum karlmanni á fimmtugsaldri í tengslum við rannsókn á morðinu við Rauðagerði um miðjan síðasta mánuð. Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti kröfuna í morgun og rennur varðhaldið út 19. mars.

Fjórir eru nú í haldi vegna málsins, þrír karlar og ein kona. Gæsluvarðhald yfir konunni rennur út eftir tæpa viku, en eftir tæpar tvær vikur hjá körlunum. Allt eru þetta erlendir ríkisborgarar. Fimm eru í farbanni í tengslum við rannsóknina, í mislangan tíma. Þegar fólk er í farbanni samkvæmt dómsúrskurði þarf það að halda sig á landinu og láta vita af sér á ákveðnum stað og ákveðnum tíma.