Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Enn talsverð skjálftavirkni á Reykjanesskaga

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Þór Ægisson - RÚV
Skjálftavirkni er enn talsverð á umbrotasvæðinu á Reykjanesi, þar sem þrír jarðskjálftar af stærðinni þrír hafa orðið frá miðnætti. Alls hafa átta skjálftar, þrír eða stærri, orðið í kringum Fagradalsfjall og Keili eftir að skjálfti sem mældist 4,2 að stærð reið þar yfir um kvöldmatarleytið í gær. Sá stærsti, 3,7 að stærð, varð klukkan 19.46.

Frá miðnætti hafa 30 skjálftar, 2,0 og stærri, orðið á þessu svæði. 

 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV