Ekkert kórónuveirusmit greindist innanlands í gær. Tveir greindust á landamærunum og að minnsta kosti annað smitanna er virkt en enn er beðið eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu á hinu sýninu.
Ekkert virkt smit hefur greinst innanlands utan sóttkvíar frá 20. janúar.
10 eru í sóttkví á Íslandi og aðrir 10 í einangrun. Enginn er í sóttkví utan höfuðborgarsvæðisins og af þeim tíu sem eru í einangrun eru níu á höfuðborgarsvæðinu og einn á Suðurlandi. Sjö liggja á sjúkrahúsi eftir að hafa veikst af COVID-19.