Þriðja og síðasta undankvöld Skrekks, hæfileikakeppni skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, fór fram á miðvikudagskvöld.
Átján skólar tóku þátt í ár á þremur undanúrslitakvöldum sem haldin voru í vikunni á stóra sviði Borgarleikhússins, sex á hverju undankvöldi. Fyrsta kvöldið komust Seljaskóli og Ingunnarskóli áfram. Kvöldið þar á eftir voru það Hlíðaskóli og Langholtsskóli og komust Sæmundarskóli og Laugalækjarskóli áfram á lokakvöldinu. Hagaskóli og Austurbæjarskóli voru svo valdir af dómnefnd í gær.
Úrslitakvöld Skrekks fer fram mánudaginn 15. mars í Borgarleikhúsinu þar sem átta skólar keppa um efstu þrjú sætin. Skrekkur verður í beinni útsendingu á RÚV.