Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Ásakanir um fjöldamorð í Tigray

05.03.2021 - 09:25
epa08844221 (FILE) The Ethiopian National Defence conducts exercises in the inaugural event of Sheger park during a military parade in Addis Ababa, Ethiopia 10 September 2020 (issued 26 November 2020). The prime minister of Ethiopia Abiy Ahmed, on 26 November 2020. ordered the army to move on the embattled Tigray regional capital after a 72 hour ultimatum to surrender had expired. Ethiopia?s military intervention comes after Tigray People's Liberation Front forces allegedly attacked an army base on 03 November 2020 sparking three weeks of unrest.  EPA-EFE/STR
Eþíópískir hermenn á hersýningu í Addis Ababa í fyrra. Mynd: EPA-EFE - EPA
Tvenn mannréttindasamtök saka hersveitir frá Erítreu um  fjöldamorð á almennum borgurum í Tigray-héraði í Eþíópíu í nóvember.

Í skýrslu samtökin Human Rights Watch birtu í morgun er greint frá aðdraganda fjöldamorða í bænum Axum undir lok nóvember eftir að hersveitir Eþíópíu- og Erítreumanna komu þangað nokkrum dögum áður.

Morðin hefðu byrjað 28. nóvember eftir árás vopnaðra sveita Tigrey-manna á hermenn frá Erítreu. Eþíópískir hermenn hefðu horft aðgerðarlausir á fjöldamorð Erítreumanna.

Í nýlegri skýrslu Amnesty International segir að talið sé að yfir tvö hundruð almennir borgarar hafi verið myrtir í Axum dagana 28. og 29. nóvember. Fram hafa komið fleiri ásakanir um ódæðisverk stríðandi fylkinga í Tigray.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV