Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Tugir drepnir í mótmælum í gær

04.03.2021 - 08:29
Erlent · Asía · Mjanmar
epa09048044 Tear gas is fired at a barricade by police during a protest against the military coup in Yangon, Myanmar, 03 March 2021. Foreign ministers of the Association of Southeast Asian Nations (ASEAN) called for a halt of violence during a meeting on 02 March as protests continued amid rising tension in the country between anti-coup protesters and security forces.  EPA-EFE/NYEIN CHAN NAING
Táragasi skotið á vígi mótmælenda í Yangon í morgun. Mynd: EPA-EFE - EPA
Ekkert lát er á mótmælum gegn herforingjastjórninni í Mjanmar þrátt fyrir aukna hörku öryggissveita og fóru þúsundir út á götur borga og bæja í morgun til þess að lýsa andúð sinni á valdhöfum.

Að minnsta kosti 38 mótmælendur voru skotnir til bana í gær samkvæmt upplýsingum Sameinuðu þjóðanna.  Margir hafa særst.

Her og lögregla hefur handtekið fjölda fólks síðan herforingjastjórnin hrifsaði völdin í byrjun síðasta mánaðar og eru um 1.200 enn í haldi. 

Christine Schraner Burgener, erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Mjanmar, segir herforingjastjórnina láta hótanir um refsiaðgerðir sem vind um eyru þjóta og mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja greinilegt að stjórnin ætli að beita grimmd og ofbeldi til að brjóta mótmælendur á bak aftur.