Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Níu fórust í þyrluslysi í Tyrklandi

04.03.2021 - 16:43
Erlent · Asía · flugslys · Tyrkland
epa06026771 A Turkish army's Eurocopter AS532 Cougar helicopter takes in a mock injured during a military search and rescue mission exercise near Kyrenia, Northern Cyprus, 13 June 2017. The Turkish Armed Forces and the Turkish Cypriot Security Forces are carrying out together a simulated search and rescue exercise in Cyprus, which is called "The Martyr Lieutenant Caner Gonyeli search and rescue exercise".  EPA/TUMAY BERKIN
 Mynd: EPA
Níu tyrkneskir hermenn létust og fjórir slösuðust þegar þyrla sem þeir ferðuðust með fórst í dag í héraðinu Bitlis í suðausturhluta Tyrklands. Í yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti landsins segir að samband við þyrluna hafi rofnað hálfri klukkustund eftir að hún hóf sig á loft. Leit hófst þegar í stað með flugvél, þyrlu og nokkrum drónum. Ekkert hefur verið gefið upp um hugsanlega ástæðu slyssins.

Þyrlan var af gerðinni Cougar, framleidd hjá Airbus verksmiðjunum í Frakklandi. Tyrkneski herinn hefur árum saman staðið í aðgerðum gegn vopnuðum sveitum Kúrda í suðausturhluta landsins. 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV