Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Bæjarstjórinn fann fyrir „þungu höggi undir fæturna“

Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur. - Mynd: Grímur Jón Sigurðsson / RÚV
Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, fann vel fyrir skjálftanum sem varð í kvöld um 2 kílómetra norður af bænum. Fyrstu mælingar bentu til þess að hann væri 3,5 að stærð en Veðurstofan sendi tilkynningu í kvöld þar sem fram kom að hann hefði verið 4,1. „Ég fann fyrir þungu höggi undir fæturna. Það skekktust einhverjar myndir á veggjum og munir ultu en ekkert alvarlegt.“

Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir ræddi við Fannar í Kastljósi í kvöld. Hann sagði að vissulega væri komin þreyta í bæjarbúa vegna skjálftahrinunnar og þeir vonuðust eftir því að þessu færi brátt að linna. „Þeir taka þessu samt af æðruleysi. Þetta kemur illa við einhverja og við reynum að aðstoða þá.“

Þáttinn í heild er hægt að sjá hér

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV