
Ástralía lokuð fram í miðjan júní hið minnsta
Hunt sagði heilbrigðisyfirvöld hafa bent stjórnvöldum á að útbreiðsla kórónaveirunnar annar staðar í heiminum væri enn slík að það fælist „óásættanleg áhætta fyrir lýðheilsu Ástrala“ í því að opna landið strax.
Áhættan hefði aukist upp á síðkastið, sagði ráðherrann, eftir tilkomu hinna nýju, smitnæmari afbrigða veirunnar sem kennd eru við Bretland, Brasilíu og Suður Afríku. Vegna þeirra ströngu reglna sem gilda um komur fólks til landsins hefur ekkert þessara afbrigða náð að dreifa sér meðal Ástrala, sagði Hunt, og þannig vilji ríkisstjórnin hafa það áfram.
Strangar reglur og fáar og skilyrtar undantekningar
Einungis Áströlum og erlendum ríkisborgurum með varanlegt dvalarleyfi er hleypti inn í landið samkvæmt núgildandi reglum, með einstaka undantekningum þó. Þær undantekningar eru háðar ströngum reglum um tveggja vikna sóttkví í sérstökum sóttvarnarhúsum - á eigin kostnað - og fleira er lýtur að smitvörnum.
Innan við 29.000 manns hafa greinst með COVID-19 og 909 dauðsföll hafa verið rakin til sjúkdómsins í Ástralíu, þar sem um 25 milljónir manna búa.