Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Þýskaland: Fylgst verður með AfD flokknum

03.03.2021 - 14:04
epa08034782 Protesters during a demonstration against the party convention of the German right-wing 'Alternative for Germany' ('Alternative fuer Deutschland' AfD) in Braunschweig, northern Germany, 30 November 2019. The AfD holds its convention in Brunswick on 30 November and 01 December.  EPA-EFE/FOCKE STRANGMANN
Mótmæli gegn starfsemi AfD flokksins í Braunschweig. Mynd: EPA-EFE - EPA
Þýskar leyniþjónustustofnanir ætla að fylgjast með félögum í stjórnmálaflokknum Öðrum kosti fyrir Þýskaland, AfD, þar sem aðgerðir þeirra kunna að vera ógnun við lýðræðið. Þetta þýðir að símar þeirra kunna að verða hleraðir og fylgst með pólitískum afskiptum þeirra á netinu. Þingmenn flokksins og frambjóðendur á hans vegum verða þó undanþegnir þessu eftirliti.

Starfsemi AfD er þegar undir eftirliti í nokkrum sambandsríkjum Þýskalands. Hann er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á þýska sambandsþinginu. Þetta er í fyrsta sinn frá síðari heimsstyrjöldinni sem þýskur stjórnmálaflokkur er settur undir eftirlit leyniþjónustunnar. Leiðtogar AfD  hans hafa enn ekki tjáð sig um málið, en talsmaður hans segir að ákvörðunin um eftirlit sé pólitísks eðlis og látið verði á hana reyna fyrir dómstólum. 
 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV