Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Svíþjóð: Réðst á fólk með barefli

03.03.2021 - 17:21
epa06448078 Police officers stand guard after an object has exploded next to a police station in Rosengard in Malmo, Sweden, 17 January 2018. According to reports, several vehicles have been damaged, no one has been injured in an explosion. Police locked down the area of the Police station and a bombing squad is on their way to the site.  EPA-EFE/JOHAN NILSSON  SWEDEN OUT
 Mynd: EPA-EFE - TT
Að minnsta kosti átta slösuðust síðdegis í miðbæ Vetlanda í Svíþjóð þegar maður á þrítugsaldri réðst á fólk með barefli að vopni. Að sögn sænskra fjölmiðla eru nokkrir alvarlega slasaðir. Lögreglumenn sem komu á vettvang skutu árásarmanninn. Hann var fluttur á sjúkrahús. Ekki er vitað hvort hann særðist alvarlega.

Haft er eftir lögreglunni að málið sé rannsakað sem morðtilraun. Ekki er talið að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Engar vísbendingar eru um annað en að ungi maðurinn hafi verið einn að verki. Umferð járnbrautarlesta til og frá Vetlanda var stöðvuð um tíma meðan lögregla rannsakaði vettvanginn. 
 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV