Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Steindautt hjá Palace og Manchester United

epa09050006 Crystal Palace's Christian Benteke (R) in action against Manchester United's Aaron Wan-Bissaka (L) during the English Premier League soccer match between Crystal Palace and Manchester United in London, Britain, 03 March 2021.  EPA-EFE/Matthew Childs / POOL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
 Mynd: EPA-EFE - REUTERS POOL

Steindautt hjá Palace og Manchester United

03.03.2021 - 22:04
Crystal Palace og Manchester United gerðu markalaust jafntefli í lokaleik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Manchester er áfram í öðru sæti deildarinnar.

Manchester United er nú með 51 stig í öðru sæti, með stigi meira en Leicester sem gerði jafntefli við Burnley fyrr í kvöld. Forysta Manchester City þegar öll toppliðin hafa spilað jafnmarga leiki er því 14 stig. 

Crystal Palace jafnaði við Úlfana að stigum með jafnteflinu. Bæði lið eru með 34 stig og sitja í 12. og 13. sæti, stigi á eftir Leeds.

Tengdar fréttir

Fótbolti

Burnley náði stigi gegn Leicester