Manchester United er nú með 51 stig í öðru sæti, með stigi meira en Leicester sem gerði jafntefli við Burnley fyrr í kvöld. Forysta Manchester City þegar öll toppliðin hafa spilað jafnmarga leiki er því 14 stig.
Crystal Palace jafnaði við Úlfana að stigum með jafnteflinu. Bæði lið eru með 34 stig og sitja í 12. og 13. sæti, stigi á eftir Leeds.