„Við erum meðvituð um að það er mikilvægt að þeir séu í lagi og standist það álag sem kann að koma á þá. Það steðjar engin bráðhætta hér að. Þetta snýst fyrst og fremst um að vera með viðbragðið í lagi og vera viðbúinn ef eitthvað gerist. Líkurnar á að eitthvað geti komið upp á er til að mynda gasmengun,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum.
Settur var upp gasmælir í bænum í dag til að fylgjast með styrkleika gass og meta loftgæði í bænum í rauntíma. Ásgeir segir að jafnvel að þó svo að komi til eldgoss þá sé ekki hætta í byggðinni í Vogum, frekar þá á Vatnsleysuströndinni.
Rýmingaráætlun er ekki fullbúinn, aðeins er búið að gera drög að henni að sögn Ásgeirs. Hann hefði kosið að hún væri til reiðu. En slík áætlun á að vera tilbúin á næstu dögum.