Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Hátt í 17.000 skjálftar frá upphafi hrinunnar

Jarðskjálftar 3.3.21
 Mynd: Veðurstofa Íslands - Kort
Meira en 16.500 jarðskjálftar hafa mælst síðan skjálftahrinan á Reykjanesskaga hófst fyrir viku, þegar skjálfti af stærðinni 5,7 varð á miðvikudagsmorguninn 24. febrúar. Frá miðnætti hafa mælst meira en 800 skjálftar, þar af átta stærri en 3.

Stærsti skjálftinn sem mælst hefur frá miðnætti var 4,1 að stærð og varð skömmu eftir klukkan tvö í nótt. 

Meira en 320 skjálftar stærri en 3 hafa mælst frá upphafi hrinunnar, 51 hefur verið stærri en 4 og fjórir stærri en 5.