Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Fimm háskólanemar féllu til bana er handrið gaf sig

03.03.2021 - 05:19
Fimm háskólanemar dóu og þrír slösuðust alvarlega þegar svalahandrið gaf sig í miklum troðningi og þeir féllu niður fimm hæðir.
 Mynd: NN - Facebook
Fimm háskólanemar dóu og þrír slösuðust alvarlega þegar þeir féllu niður af fimmtu hæð háskólabyggingar í El Alto í Bólivíu í gær. Í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu segir að slysið hafi orðið í miklum troðningi þegar fjöldi stúdenta freistaði þess að komast inn í samkomusal háskólans eftir þröngum svalagangi og handriðið gaf sig.

Myndskeið hafa birst af atvikinu á samfélagsmiðlum, þar sem glöggt má sjá þegar handriðið gefur sig og ungmennin falla fram af svalaganginum. Slysið varð í El Alto-háskólanum, nærri La Paz.

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV