Fimm háskólanemar dóu og þrír slösuðust alvarlega þegar þeir féllu niður af fimmtu hæð háskólabyggingar í El Alto í Bólivíu í gær. Í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu segir að slysið hafi orðið í miklum troðningi þegar fjöldi stúdenta freistaði þess að komast inn í samkomusal háskólans eftir þröngum svalagangi og handriðið gaf sig.