Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Veðurstofan fær aukafjárveitingu vegna skjálftavöktunar

Mynd: Þór Ægisson / RÚV
Veðurstofa Íslands fær 60 milljóna króna aukafjárveitingu til að standa straum af kostnaði við vöktun og mönnun á Reykjanesskaga. Þetta ákvað ríkisstjórnin á fundi í morgun.

„Til þess að geta í raun sett enn meiri kraft í þessa vöktun. En það er alltaf flókið að gera áætlanir þegar ófyrirsjáanleikinn er svona mikill,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

„Ég var með minnisblað í ríkisstjórn um nauðsynlegar viðbætur í tækjabúnaði útaf þeim jarðhræringum sem eru á Reykjanesskaganum og ekki síst vegna þess að nú er sennilega um kvikuinnskot að ræða. Þannig að við samþykktum aukafjárveitingu til Veðurstofunnar til að geta staðið straum af þeim kostnaði sem fylgir því að koma upp auknum tækjabúnaði á svæðinu,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson. 

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV
kristins's picture
Kristín Sigurðardóttir
Fréttastofa RÚV