Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Kvöldfréttir: Enn nötrar Reykjanesskagi

02.03.2021 - 18:44
Hundruð jarðskjálfta hafa mælst í dag en þó enginn stærri en þrír síðan í hádeginu. Kvikugangur sem myndast hefur milli Fagradalsfjalls og Keilis er eins og hálfs metra breiður samkvæmt bráðabirgðaútreikningum.

Margir lögðu leið sína í Laugardalshöllina í dag þegar byrjað var að bólusetja fólk sem komið er yfir áttrætt. Ferðalög og faðmlög voru mörgum ofarlega í huga þegar þeir voru búnir að fá fyrstu sprautuna.

Nærri þrjú hundruð stúlkur, sem var rænt á úr heimavistarskóla í Nígeríu í síðustu viku, eru komnar aftur í öruggt skjól. Ein þeirra lýsir því hvernig mannræningjarnir ógnuðu henni með byssum. 

Nýr kafli á loðnuvertíðinni hófst í dag þegar byrjað var að taka hrogn til frystingar. Bæjarfulltrúi á Akranesi segir bæði fjárhagslega og andlega mikilvægt að fá loðnu aftur í bæinn.

Látrabjarg var friðlýst í dag og þar með lauk ferli sem hófst fyrir tíu árum. Friðunin á að hlífa lifríkinu í bjarginu og draga úr átroðningi ferðamanna.