Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Yfirheyrslur standa enn yfir

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Yfirheyrslur í tengslum við rannsóknina á morðinu á Armando Bequiri í Rauðgerði standa enn yfir.

Sjö eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins og voru þeir yfirheyrðir alla helgina og verður yfirheyrslum haldið áfram í dag. Að sögn Margeirs Sveinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns, miðar rannsókninni vel og er komin mynd af því sem gerðist þann 13. febrúar en rannsóknin er viðamikil og hvergi nærri lokið.

Gæsluvarðhald yfir sex þeirra sem sitja í varðhalda rennur út á morgun og á miðvikudag. Ekki hefur verið ákveðið hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald.