Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Sprenging við verslun í Malmö

01.03.2021 - 07:53
Mynd með færslu
 Mynd: SVT
Töluverðar skemmdir urðu þegar sprengja sprakk við matvöruverslun í Malmö um hálf fjögurleytið í nótt að staðartíma. Ekki er talið að neinn hafi slasast. Hurð verslunarinnar er illa farin. Einnig brotnuðu gluggar. Lögregla girti af svæði umhverfis verslunina. Rannsókn á vettvangi hófst í morgunsárið. Enginn hafði verið handtekinn síðla nætur vegna sprengingarinnar, að sögn sænskra fjölmiðla.
asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV