
Sósíalistaflokkurinn bætir við sig fylgi
Framsóknarflokkur mælist með 10 prósent og bætir við sig einu prósentustigi frá síðustu könnun. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23 prósent og stendur fylgið í stað á milli kannana.
Samfylkingin mælist með 14 prósent og tapar þremur prósentustigum. Fylgi Vinstri grænna tekur litlum breytingum og segjast 13 prósent styðja flokkinn nú líkt og í síðustu könnun.
Píratar bæta við sig einu prósentustigi og fara úr ellefu í tólf prósent. Miðflokkurinn tapar einu prósentustigi og mælist með sjö prósenta fylgi. Viðreisn mælist með 9 prósent og tapar þremur prósentustigum.
Flokkur fólksins mælist með fjögurra prósenta fylgi og myndi samkvæmt þessu ekki ná inn manni. Sex prósent segjast styðja Sósíalistaflokkinn og er þetta mesta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með í Þjóðarpúlsi Gallup.
Ríkisstjórnarflokkarnir þrír eru samtals með tæplega 45 prósenta fylgi en 59 prósent segjast hins vegar styðja ríkisstjórnina.