Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Neita að hafa skotið á ísraelskt skip

01.03.2021 - 08:54
epaselect epa09041805 Israeli-owned cargo ship Helios Ray, which was partially damaged by an explosion while sailing at Oman Gulf, is seen after it was anchored in Dubai, United Arab Emirates, 28 February 2021. Media reports state the Israeli-owned Bahamian-flagged cargo ship was hit by an explosion in the Gulf of Oman while bound for Singapore. Details of the explosion remained unclear while crew were reportedly safe.  EPA-EFE/ALI HAIDER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Utanríkisráðuneytið í Íran vísaði í dag eindregið á bug ásökunum stjórnvalda í Ísrael um að Íranar hefðu ráðist á ísraelskt skip á Ómanflóa. Skipið, Helios Ray, varð fyrir sprengjuárás þar sem það var á leið frá Dúbaí til Singapúr. Tvö göt komu á síðu skipsins. Engan í áhöfninni sakaði.

Benjamín Netanyahu forsætisráðherra fullyrti í viðtali við ísraelska ríkisútvarpið í dag að Íranar hefðu skotið á skipið og að árásinni yrði svarað. Talsmaður utanríkisráðuneytisins í Teheran sagði á fundi með fréttamönnum að ekkert væri til í ásökunum Netanyahus. 

Írönsk stjórnvöld höfnuðu í gær boði Evrópusambandsins um óformlegan fund með Bandaríkjunum vegna kjarnorkusáttmála Írans við stórveldin. Þau sögðu þetta ekki hentuga tímasetningu þar sem bandarísk stjórnvöld eru ekki búin að aflétta viðskiptaþvingunum.

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV