Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Hjartað slær örar

Mynd: Karl Sigtryggsson / RÚV/Landinn

Hjartað slær örar

01.03.2021 - 07:30
„Það er bara ólýsanleg gleði að fá að komast aftur á áhorfendapallana, hjartað slær örar, ég fyllist spennu og mér finnst bara ótrúlegt að það sé komið að þessu," sagði Björk Steindórsdóttir handboltaáhugakona á Selfossi þegar áhorfendum var hleypti í fyrsta sinn á pallana í Iðu á Selfossi eftir tæplega fimm mánaða hlé.

„Við tökum fagnandi á móti áhorfendum, þetta er langþráð. Verkefnin eru hinsvegar töluverð sem bætast við. Við þurfum að skipta húsinu í sóttvarnarhólf, raða upp viðeigandi áhöldum og búnaði, setja girðingar á milli. Við þurfum að hafa samband við okkar styrktaraðila varðandi hverjir komast á leikinn og við þurftum að merkja húsið upp af því það má bara sitja í öðru hvoru sæti. En þetta er þess virði, það er frábært að fá líf í húsið," segir Þórir Haraldsson formaður handknattleiksdeildar Selfoss.