Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Guðmundur Felix kominn í endurhæfingu

Mynd með færslu
 Mynd: Felix Gretarsson - Coaching
Guðmundur Felix Grétarsson útskrifaðist í dag af sjúkrahúsinu þar sem hann hefur verið síðustu vikurnar og fluttist á annað sjúkrahús þar sem hann fer í endurhæfingu. Guðmundur Felix greinir frá vistaskiptum sínum á Facebook í dag og segir: „Það þarf ekki að taka fram að ég tók bara handfarangurinn með mér.“

Guðmundur Felix hefur verið á Édouard Herriot sjúkrahúsinu síðan græddir voru á hann handleggir og axlir seint á síðasta ári. Þar hefur fjöldi fólks hlúð að honum síðustu sjö vikur. „Það er gott að taka næsta skref en ég á eftir að sakna starfsfólksins sem hefur verið með mér síðustu vikur. Hvílíkt samansafn af frábæru fólki,“ segir Guðmundur Felix.

After almost 7 weeks Hôpital Édouard Herriot I took the next step today and moved to the rehabilitation center....

Posted by Felix Gretarsson - Coaching on Mánudagur, 1. mars 2021